Nónhæð

Í hjarta höfuðborgarsvæðisins, á Nónhæð í Kópavogi, rísa nú vönduð íbúðarhús sem telja munu 140 íbúðir. Svæðið er á mörkum Kópavogs og Garðabæjar, steinsnar frá tveimur stofnbrautum, og býður upp á stórfenglegt útsýni í allar áttir yfir höfuðborgarsvæðið og helstu fjöllin í nágrenninu.

Byggðin er jafnframt í námunda við vistvæna kosti í almenningssamgöngum, öll verslun og þjónusta er í göngufæri, auk þess sem græn útivistar- og leiksvæði standa við byggingarnar og eru í næsta nágrenni. Nýja byggðin á Nónhæð mun falla vel að rótgróinni byggð í nánasta umhverfi. PÓSTILISTI VEGNA NÝRRA ÍBÚÐA NÓNHÆÐ [email protected] Kjöreign fasteignasala er söluaðili fyrsta áfanga Nónhæðar. Nánari upplýsingar um íbúðirnar á www.nonhaed.is