Kjöreign fasteignasala kynnir: r
úmgóð og björt 2ja herbergja íbúð á 7. hæð með útsýni yfir Reykjavík í góðu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Kleppsveg 62. Eignin er skráð skv. HMS 86,70 fm. Gólfflötur íbúðarinnar er stærri þar sem hluti íbúðarinnar er undir súð.
Húsið er fyrir 60 ára og eldri, stutt er yfir á Hrafnistu þar sem hægt er að sækja ýmsa þjónustu svo sem hádegismat, félagsstarf o.fl.
Lýsing: Íbúðin skiptist í forstofu, svefnherbergi, góða stofu, eldhús, baðherbergi m/þvottaaðstöðu, tvær geymslur (önnur er í íbúð) og svalir. Mikið útsýni er frá íbúðinni.Nánari lýsing:Forstofa með fataskáp og parket á gólfi. Gangur með parketi á gólfi. Eldhús opið við borðstofu/stofu með snyrtilegri eldhúsinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu og parket er á gólfi. Stofa/borðstofa mjög björt og rúmgóð með stórum fallegum gluggum og parket á gólfi mikið útsýni er frá stofu. Útgengt er frá stofu út á suðaustur svalir með skjólvegg. Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parket er á gólfi. Baðherbergið er með góðri sturtu og flísalagðir veggir, dúkur á gólfi. Tengi fyrir þvottavél. Önnur geymslan er í íbúðinni að stórum hluta undir súð. Sér geymsla er í sameign á jarðhæð einni er í sameign sameiginleg hjólageymsla.
Á 2. hæð hússins er glæsilegur veislusalur / samkomusalur sem er í sameign íbúa hússins en þar er eldhús, salerni og góður sólskáli. Íbúum gefst kostur á að leigja salinn gegn vægu gjaldi en borðbúnaður og fleira fylgir, hægt er að dekka þennan fallega sal upp fyrir 40 manns.
Um er að ræða fallega og rúmgóða íbúð í skemmtilegu fjölbýli fyrir 60 ára og eldri á Kleppsvegi þar sem er góður samgangur er á milli íbúa og stutt að sækja þjónustu og félagsskap á Hrafnistu. Sameignin er mjög snyrtileg.Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða á [email protected]
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða á [email protected]
Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 eða á [email protected]